Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Schoolovision 2012 - myndband

17.05.2012
Schoolovision 2012 - myndband

Undanfarna daga hefur verið unnið að því að útbúa myndband fyrir Schoolovision verkefnið sem Flataskóli tekur þátt í. Eins og áður hefur komið fram í fréttum voru það 4. og 5. bekkingar sem urðu hlutskarpastir í Flatóvision og er þeirra framlag sett fram sem myndband í Schoolovision.  Drengirnir í 4. bekk syngja lagið "Stattu upp" og 5. AG sér um dansatriði sem tekið var upp í Hörpunni þegar bekkurinn fór á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveitinni fyrir skemmstu. Einnig er fléttað inn í myndbandið upptökum úr hljóðveri hjá Jóni Bjarna tónmenntakennara og úr fjöruferð 4. bekkjar.

Föstudaginn 25. maí verður stigagjöf í beinni útsendingu frá Skotlandi þar sem þjóðirnar gefa stig fyrir myndböndin og verður það haldið í hátíðarsal skólans og byrjar klukkan átta. Kemur þá í ljós hvaða skóli verður hlutskarpastur. Það er ef til vill ekki aðalatriði að vinna heldur að taka þátt í keppninni og sjá hvað hinir hafa fram að bjóða. Verkefninu er ætlað að kynna nemendunum Evrópu á annan hátt en bara úr námsbókunum enda gefur tæknin frábær tækifæri til þess í svona verkefni. Hér er hægt að skoða vefsíðu verkefnisins með myndböndunum frá hinum löndunum en auk þess er krækja (schoolovisionmerkið) vinstra megin á upphafsíðu skólans til að komast beint á vefsíðu þess.

 

Til baka
English
Hafðu samband