Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Norræna bókasafnsvikan

15.11.2011
Norræna bókasafnsvikan

Norræna bókasafnsvikan er haldin hátíðleg í mörgum almennings- og skólasöfnum á Norðurlöndunum á hverju ári. Þemað er mismunandi frá ári til árs en nú var þemað ,,Norrænn húmor ".  Á skólasafni Flataskóla var lesið upp úr bókinni „Anton og Arnaldur flytja í bæinn“ eftir Ole Lund Kirkegaard. Lesnir voru nokkrir skemmtilegir kaflar um bræðurna fyrir yngstu nemendurna. Lesið var við kertaljós og reynt að skapa notalega og rólega lestrarstund. Ennfremur var athygli nemenda vakin á ýmsum öðrum barnabókum sem til eru á safninu eftir norræna rithöfunda.
Eldri nemendur skólans tóku svo þátt í ratleik sem útbúinn var í þessu tilefni. Þeir áttu að finna bækur eftir norræna rithöfunda. En nemendur í 6. bekk höfðu auðveldað þeim leikinn þar sem þeir höfðu áður klippt út litla fána fyrir hvert norðurlandanna og límt á kili bókanna. Myndir úr myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband