Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kynning fyrir foreldra í 5. bekk

31.05.2011
Kynning fyrir foreldra í 5. bekk

Nemendur í 5.OS hafa á vorönninni unnið stórt og mikið verkefni í landafræði á skólasafninu og með bekkjarkennara sínum. Bekknum var skipt í átta hópa og fékk hver hópur einn landshluta til að vinna með. Nemendur öfluðu upplýsinga um landshlutana í bókum, af Netinu og margmiðlunardiskum, útbjuggu powerpoint glærur og talsettu þær. Þeir völdu þjóðsögu sem tengdist landshlutanum þeirra og endursögðu hana og tengdu inn á glærukynninguna.
Nemendur notuðu hugbúnaðinn "Google Earth" til að bera saman upplýsingar úr gögnum sínum og afrituðu myndir þaðan sem þeir notuðu í kynningarnar.
Forráðamönnum nemenda var síðan boðið á skólasafnið og kynntu nemendur þar landafræði Ísland og stjórnaði hver hópur sinni kynningu. Að henni lokinni buðu foreldrar upp á morgunverð inní kennslustofu barnanna. Var þetta mjög ánægjuleg og lærdómsrík morgunstund.  Myndir úr myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband