Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunstund í 4. bekk

08.03.2011
Morgunstund í 4. bekk

Í nóvember buðu nemendur í 4. bekkjum foreldrum sínum á kynningu á „Flýgur fiskisagan“ en það er verkefni sem nemendur hafa unnið að að undanförnu. Hvorum bekk var skipt í 9 hópa og fékk hver hópur fisk til að vinna með.
Nemendur komu sér saman um hvað þeir vildu vita um fiskana og hófust handa við að finna upplýsingar í bókum. Þeir fundu aðalatriðin og skráðu hjá sér í handgert hugarkort en áður var búið að sýna þeim hvernig hægt var að setja upplýsingar í hugarkortið Freemind sem er ókeypis hugbúnaður á netinu.
Nemendur færðu handgerðu hugarkortin yfir í Freemind og kynntu fyrir foreldrum sínum á skólasafninu. Þeim var síðan boðið að skoða afrakstur nemenda í kennslustofunum og á göngum skólans. Morgunstundinni lauk með sameiginlegri morgunhressingu sem foreldrar lögðu til.

Til baka
English
Hafðu samband