Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kynningar hjá 5. bekk

21.05.2010
Kynningar hjá 5. bekk

Þessa vikuna hafa nemendur í 5. bekk boðið foreldrum sínum á kynningu á verkefni sem þeir hafa verið að vinna með landafræði Íslands. Mikil vinna  liggur að baki þessu verkefni bæði hjá nemendum, bókasafnsfræðingi og kennurum. Nemendur öfluðu upplýsinga úr bókum, af margmiðlunardiskum og af netinu t.d. Google Earth. Þeir talsettu glærurnar með aðstoð bókasafnsfræðingsins og afraksturinn var flott margmiðlunarsýning. Nánari lýsing hér. Tveir bekkirnir buðu foreldrum/forráðamönnum í morgunkaffi og sýningu en einn bekkurinn var með síðdegiskynningu. Myndir er hægt að skoða hér.

Margmiðlunarsýningin liggur undir verk nemenda í 5. bekk

Til baka
English
Hafðu samband