Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leikbrúðusýning hjá 3. bekk

27.04.2010
Leikbrúðusýning hjá 3. bekk

Mikið er um að vera hjá nemendum í Flataskóla í morgun. Hingað komu margir góðir gestir og hlýddu á leikbrúðusýningu hjá 3. bekk og einnig komu þeir við á bókasafninu og horfðu á myndasýningar. Flugdrekar fóru á loft með aðstoð 5. bekkinga.  Allmörg listaverk eru nú komin upp til sýnis fyrir gesti og gangandi. En það verður áfram opið hús hér bæði á morgun og á fimmtudag þar sem hægt er að skoða verk nemenda, skólastarf og ýmsar uppákomur.

Leikbrúðusýningin var alfarið unnin af nemendum 3. bekkja. 4 - 5 manna hópar völdu sér ákveðnar sögur og bjuggu til handrit að leikriti. Síðan unnu þeir leikbrúður sem hæfðu leikritinu og notaðar voru við sýninguna í morgun. Myndir frá leikbrúðusýningu hjá 3. bekk

 

 

Til baka
English
Hafðu samband