Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur bókarinnar

23.04.2010
Dagur bókarinnar

Í tilefni af degi bókarinnar föstudaginn 23. apríl var boðið upp á upplestur úr skemmtilegum bókum á skólasafninu. Nemendur í fjórða bekk lásu upp úr fyrstu bókinni um Skúla skelfi og fluttu nokkur ljóð eftir Þórarinn Eldjárn. Nemendum í öðrum bekk var boðið að hlýða á upplesturinn.
Nokkrir nemendur í 3. bekk lásu einnig upp úr skemmtilegum bókum sem nemendur í fyrsta bekk hlýddu á.
Upplestur af þessu tagi er mikil lestrarhvatning fyrir þá sem á hlýða og eldri nemendurnir fá góða þjálfun í að koma fram og lesa fallega upp úr bókum.

Myndir frá upplestrinum er hægt að skoða hér


Til baka
English
Hafðu samband