Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Raffundur

23.11.2009
RaffundurRaffundur var haldinn í COMENIUSAR-verkefninu Vængjuðum vinum fimmtudaginn 19. nóvember kl. 10:10. Þar kynntu skólar frá Íslandi, Spáni og Englandi niðurstöður sínar í svokölluðum fuglabókalestri. Fuglabókalestur gengur út að að lesa sér til um og kynna sér fugla. Við hverja bók sem lesin er þarf að setja fjöður á lestrarfugl verkefnisins sem er páfugl. Páfuglinn er staðsettur í stigagangi við aðalinngang skólans. Stél fuglsins er nú þegar orðið hið myndarlegasta og á eftir að teygja sig enn lengra. Lestrarverkefnið varir í tvö ár og verða raffundir haldnir a.m.k. tvisvar sinnum á vetri. Flataskóli hafði hæsta meðaltal lesinna bóka á hvern nemanda eða 2,38 bækur á hvern. Það voru nemendur úr 3. HG sem sóttu fundinn að þessu sinni í tónmenntastofu og kynnir var Lúkas Blurton. Fleiri myndir. 
Til baka
English
Hafðu samband