Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Norræn bókasafnsvika

23.11.2009
Norræn bókasafnsvikaNorræna bókasafnsvikan er haldin hátíðleg í mörgum almennings- og skólasöfnum á Norðurlöndunum á hverju ári. Að þessu sinni var hún dagana 9. til 16. nóvember. Í ár var þemað ,,Stríð og friður á Norðurlöndunum". Textarnir sem valdir voru til upplestrar fyrir börn voru úr bókunum „Einar Áskell og stríðspabbinn” og “Bróðir minn ljónshjarta”
Á skólasafni Flataskóla var lesið upp úr „Einar Áskell og stríðspabbinn“ fyrir yngstu nemendur skólans í bókasafnstímanum þeirra. Lesið var við kertaljós og reynt að skapa notalega og rólega lestrarstund. Athygli nemenda var vakin á ýmsum öðrum skemmtilegum barnabókum sem til eru á safninu eftir norræna rithöfunda.
Til baka
English
Hafðu samband