Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Steinaverkefni í 1. bekk

02.06.2009
Steinaverkefni í 1. bekkNemendur í 1. bekk hafa í vetur verið að vinna þemaverkefni um steina. Þeir hlustuðu á sögur og ljóð um steina en síðan horfðu þeir á kynningu þar sem Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur fræddi þá um mismunandi steina.
Farið var í vettvangsferð í fjöru og skoðaðir sléttir fjörusteinar en í hrauninu fundu þeir hrufótta steina.
Tveir kennarar í Flataskóla lánuðu steinasöfnin sín til þess að nemendur gætu skoðað mismunandi steina. Nemendurnir máttu síðan velja einn stein úr steinasöfnunum til þess að segja frá. Bókasafnsfræðingur skólans tók viðtöl við nemendur og hér getið þið heyrt hvað þeim fannst um þessa steina.
Til baka
English
Hafðu samband