Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kóramót í Garðabæ

18.05.2009
Kóramót í Garðabæ

Kórskóli 3. og 4. bekkja tók þátt í kóramóti í Garðabæ sunnudaginn 17. maí í Kirkjuhvoli. Allir starfandi kórar í Garðabæ komu fram, hver með sína dagskrá og síðan sungu allir kórarnir saman í lok tónleikanna. Kórskóli Flataskóla söng lögin Á Sprengisandi og Söng Flataskóla. Börn Kórskólans unnu hug og hjörtu viðstaddra með fallegum, kraftmiklum og þéttum söng og fágaðri framkomu. Hjördís tónmenntakennari og Olga umsjónarkennari í 3. bekk fóru með nemendum Kórskólans á kóramótið.

Vortónleikar skólans hefjast á morgun 19. maí og standa yfir til 27. maí. Þar mun kórskólinn einnig syngja og er hægt að nálgast dagskrárnar fyrir alla tónleikana hér.

Til baka
English
Hafðu samband