Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gisting og maraþonlestur

11.05.2009
Gisting og maraþonlestur

Í vetur hafa 7. bekkirnir gist eina nótt með bekkjarkennara sínum og bókasafnsfræðingnum á skólasafninu. Nemendur mættu eftir kvöldmat á skólasafnið og höfðu meðferðis svefnpoka, dýnur og annað sem nauðsynlegt er að hafa þegar gist er að heiman. Markmiðið var að lesa sem mest. Fyrir valinu í ár varð bókin “Draugaslóð ”. Mikið var lesið þessi kvöld enda lesefnið mjög spennandi. Kristín Helga Gunnarsdóttir, höfundur bókarinnar kom í heimsókn og ræddi við nemendur um sögusvið bókarinnar og sagði þeim frá þjóðsögum sem tengjast sögunni . Ýmislegt óvænt gerðist í myrkrinu sem gerði kvöldin enn eftirminnilegri. Næsta morgun tók svo við hefðbundið skólastarf að loknum morgunverði, en þrátt fyrir lítinn svefn tókust nemendur á við daginn með bros á vör enda höfðu allir skemmt sér vel.



Til baka
English
Hafðu samband