Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vífilsstaðavatn 4. bekkur

04.02.2009
Vífilsstaðavatn 4. bekkurÍ gær gengu nemendur í 4. bekk að Vífilstaðavatni í köldu en dásamlegu veðri. Ferðin gekk vel og voru nemendur duglegir í að fara eftir fyrirmælum. Þegar við vorum komin upp að vatninu fengum við okkur nesti en nokkrir nemendur vildu ganga meira og fóru því einnig hringinn í kringum vatnið. Þeir sem vildu ekki fara hringinn léku sér við vatnið á meðan.
Nokkrum varð kalt og fórum við þá yfir mikilvægi þess að hreyfa sig til að halda á sér hita. Þeim hlýnaði fljótt sem fóru eftir því ráði en þó voru nokkrir sem hreyfðu sig lítið og voru ekki vel klæddir og varð því kalt. Ferðin gekk vel í alla staði og flestum hlýnaði á leiðinni heim enda sólin farin að hækka á lofti. Sjá myndir hér.
Til baka
English
Hafðu samband