Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

4. bekkur - ratleikur

20.01.2009
4. bekkur - ratleikurNemendur í 4. bekk fóru í ratleik á skólalóðinni í morgun. Fjórir til fimm nemendur voru saman í hópi og hjálpuðust þeir að við að leysa fjölbreytt verkefni sem þurfti að takast á við á hverri stöð. Leikurinn gekk mjög vel og fengu allir nemendur góða hreyfingu og mikið af fersku lofti ásamt góðri upprifjun úr ýmsum námsgreinum. Í leiknum þurftu nemendur meðal annars að syngja skólasönginn, telja upp á 10 á ensku, skoða stærð brota, finna sérnöfn og samnöfn. Nemendur voru sammála um að þetta hefði verið mjög skemmtilegt og lofuðu kennararnir þeim því að þeir fengju að fara í nýjan ratleik eftir vetrarfrí. Myndir frá ratleiknum.
Til baka
English
Hafðu samband