Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

 

 

 



Samkvæmt 10. gr. laga um grunnskóla skal starfa nemendafélag í grunnskólum sem á m.a. að vinna að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Réttindaráð Flataskóla gegnir hlutverki nemendafélags skólans. Réttindaráð er skipað nemendum úr 2. til 7. bekk. Jafnmargir fulltrúar hvers árgangs mega sitja í ráðinu og umsjónarkennarar árgangsins eru margir.  Fundir eru haldnir mánaðarlega yfir skólaárið. Á fundum eru ýmis mál er tengjast réttindum barna rædd og einnig fá nemendur í ráðinu tækifæri til að fara á svið í morgunsamveru og ræða við samnemendur sína um málefni er tengjast réttindum og minna á Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna. Val á fulltrúum í réttindaráðið fer þannig fram að áhugasamir gefa kost á sér og segja samnemendum hvers vegna þeir vilji sitja í ráðinu. Annað hvort fer svo fram leynileg kosning á milli þeirra sem buðu sig fram eða dregið er um hver fær sæti í ráðinu. Fulltrúar eru valdir til eins árs í senn en allir mega bjóða sig fram á hverju ári enda ekkert sem segir að nemandi geti ekki setið í ráðinu oftar en einu sinni. Skólaárið 2023-2024 hafa Katrín Anna Eyvindardóttir og Anna Lind Þórðardóttir umsjón með störfum réttindaráðs. 

Réttindaráð og nemendafélag eru sama ráðið í Flataskóla.

Í réttindaráði 2023-2024 sitja:

2. bekkur (2 fulltrúar)  Dóra Sól og Sonja Sigrún
3. bekkur (3 fulltrúar) Lea Brink, Guðrún Sóley og Jóhann
4. bekkur (3 fulltrúar) Aron Breki, G. Náttsól og Óðinn Austri
5. bekkur (3 fulltrúar) E. Mía og Helga Guðrún
6.bekkur (3 fulltrúar)  Helgi, Margrét og Sveinbjörn
7. bekkur (4 fulltrúar)  Tryggvi Týr, Andrea, Ásgeir og Lína

 
 
English
Hafðu samband