Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

 


 

 

 

Flatóvisionhátíðin var haldin í skólanum í sjöunda sinn þann 13. mars s.l. en þetta verkefni hefur verið árlegur viðburður í skólastarfinu frá árinu 2009. Keppnin er haldin til þess að finna lag í eTwinningverkefnið Schoolovision sem er evrópst samskiptaverkefni á vegum eTwinning sem skólinn tekur þátt í ásamt um 40 öðrum skólum. Sigurlag Flatóvision að þessu sinni var lagið "Gefðu allt sem þú átt" sem sjöundi bekkur flutti. Lagið er eftir Jón Jónsson söngvara.  Í Flatóvision fá nemendur úr 4. til 7. bekk að koma með atriði (lag og dans) sem þau velja sjálf og æfa (með tilliti til reglna sem settar eru hverju sinni). Dómarar að þessu sinni voru Haraldur úr hljómsveitinni "Pollapönkararnir" Jóna ritari við skólann, Halla Rósenkranz og tveir fulltrúar nemendaráðs Garðaskóla og fyrrum nemendur Flataskóla þau Viktor og Ragnheiður Sóllilja. Jóel nemandi í 4. bekk spilaði á fiðlu við undirleik þeirra Peters á píanó og Jóns Bjarna á gítar í hléi á meðan dómarar báru saman ráð sín. Myndir frá hátíðinni er hægt að skoða í myndasafni skólans.

Að þessu sinni var ekki keppni meðal þátttakenda heldur voru framlögin send á Twinspace svæði verkefnisins þar sem gefin voru ummæli (comments). 

 Til baka

English
Hafðu samband