Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flatóvision 2009

Flataskóli var fulltrúi Íslands í samskiptaverkefninu Schoolovision og til að velja lagið sem sent er í verkefnið var sett upp svokallað "Flatóvision" þar sem allir nemendur skólans höfðu val um að koma fram með lag og/eða dans sem þeir völdu sjálfir. Var gaman að sjá hve duglegir og hæfileikaríkir nemendur voru þegar til kastanna kom. Flatóvision fór svo fram í lok mars 2009. Fjórtán hópar og einstaklingar tóku þátt í keppninni úr 4. til 7. bekk. Sérstakir dómarar voru fengnir til að dæma og var Birgitta Haukdal ein af þeim sem ekki þótti slæmt. Sigurvegarar komu svo úr 4. bekk og þeir sungu lagið "Open your heart" en það voru þær Sigríður Ósk og Anna Ólöf sem sungu en dansararnir voru Sóllilja og Brynhildur.
Hér má sjá myndir bæði frá Flatóvisionkeppninni og "Flashmeeting" stigagjöfinni.

Sigurlagið var tekið upp og sett á bloggsíðu Schoolovision 2009 þar sem kosið var um 30 lög í vikunni 8. til 15. maí. Þar er hægt að skoða prufumyndbönd frá þátttökuskólunum. Lokahátíðin var síðan 15. maí í hátíðarsal skólans þar sem skólarnir voru í beinu sambandi við hvern annan og gáfu stig fyrir lögin. Úrslitin eru þessi að í fyrsta sæti var Pólland, í öðru sæti var Eistland, í því þriðja var Finnland og við höfnuðum í 4. sæti.
Hér er slóðin á bloggsíðu Schoolovision og þar er hægt að sjá hvaða lönd tóku þátt og smákynningu á þeim. Einnig má sjá reglur og fleira fróðlegt á síðunni varðandi þetta verkefni.

Hér fyrir neðan eru myndir frá keppninni í Flatóvision 2009

English
Hafðu samband