Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

 

Schoolovision 2009 er söngvakeppni 30 eTwinning landa frá Evrópu sem öll hafa samþykkt að velja einn skóla frá hverju landi sem kemur fram sem fulltrúi þess. Lögin voru sett á bloggsíðu keppninnar og nemendur gáfu lögunum síðan stig (eins og í Eurovision) og vann það lag sem fékk flest stigin. Lag Flataskóla sem sett var í keppnina að þessu sinni var valið á Flatóvision 2009.  Skólinn sem vann fékk verðlaunagrip - bikar og var titlaður Schoolovision meistari 2009. Flataskóli lenti í 4. sæti á eftir Eistlandi og Finnlandi. En Tékkland vann að þessu sinni og hér má sjá vinningslagið.

Schoolovisionverkefnið hefur fengið viðurkenningu - eTwinning Label frá stjórn eTwinning.

Schoolovisonverkefnið hefur fengið viðurkenninguna "National Quality Label"

Schoolovisionverkefnið hefur fengið viðurkenninguna "European Quality Label"

Schoolovisionverkefnið hefur fengið viðurkenninguna "Global Junior Challenge"

Schoolovisionverkefnið fékk verðlaun í flokki í Landskeppni fyrir grunnskóla í eTwinningverkefnum í október 2009. 

 Schoolovisionverkfefnið fékk viðurkenningu frá eLearning 2009 í nóvember s.l. Það var valið úr safni 50 annarra verkefna sem tilnefnd voru og vann í flokki  "Cross border cooperation in Europe" sem þýtt gæti á íslensku "evrópskt millilandasamstarf". Hér er hægt að sjá upptöku frá verðlaunaafhendingunni í Vilnius 26. nóvebmer 2009
 

Á fimm ára afmæli eTwinning á stórri ráðstefnu í Seville á Spáni í febrúar 2010 fékk verkefnið Schoolovision enn ein verðlaunin. Verðlaunin voru veitt fyrir flokkinn "Most Creative Use of Digital Media" sem útleggst einhvern veginn þannig: Frábær skapandi notkun á rafrænum miðli. Hægt er að lesa frekar um afhendinguna á bloggsíðu verkefnisins.

 

 

 

 

English
Hafðu samband