Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Við ætlum að taka þátt í Schoolovision 2010 í ár. Hér er bloggsíðan fyrir verkefnið þar sem lesa má nánar um það. Þar er einnig hægt að sjá hvaða lönd verða með í ár en nokkur hafa bæst í hópinn og önnur dottið út frá því í fyrra. Undankeppnin var í mars eða "Flatóvision" þar sem nemendur komu fram með atriði sem þeir höfðu valið og æft sjálfir. Viðmið og reglur verða samskonar og í fyrra eða að aðeins einn grunnskóli frá hverju eTwinninglandi má taka þátt og nemendur verða að syngja sjálfir án aðstoðar. Þátttakan felst í því að skólinn sendir frá sér söngvamyndband með nemendum sem sett verður á bloggvefinn og hinir þátttakendurnir gefa þeim síðan stig.
Myndbandið verður að vera komið á vefinn í síðasta lagi föstudaginn 14. maí. Þá vikuna skoða nemendur myndböndin og gefa þeim stig fyrir fimmtudaginn 20. maí.
Föstudaginn 21. maí fer svo fram stigagjöf á vefnum í beinni útsendingu (Flash-meeting) strax um morguninn þar sem vinningshafinn kemur í ljós.

Helstu reglur:

  • Aðeins einn grunnskóli frá hverju landi má taka þátt
  • Stutt prufumyndband af skólanum og nánasta nágrenni hans verður sett á bloggsíðuna fyrir lok febrúar 2010.
  • Syngja má á hvaða tungumáli sem er
  • Aðstoð með undirspil má koma frá foreldrum/forráðamönnum, af CD diski eða nemendum sjálfum.
  • Nemendur verða sjálfir að syngja lagið.

 Verkefnið hefur fengið National Quality Label

National Quality viðurkenningu fá kennarar sem unnið hafa samstarfsverkefni sem eru vel uppbyggð og vel skipulögð verkefni á vegum eTwinning. Hún staðfestir að verkefnið hefur náð ákveðnum evrópskum staðli. Hægt er að fá tvenns konar viðurkenningar fyrir eTwinning verkefni annars vegar þessa og hins vegar Europea Quality viðurkenninguna.
Viðurkenningin staðfestir að kennarar og skólinn starfa samkvæmt ákveðnum eTwinning staðli og hún örvar jafnframt nemendur til að vinna áfram á sams konar nótum.

 

 

 

English
Hafðu samband