Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Í mars 2013 hófst eTwinningverkefnið um "Vorblómin í Evrópugarðinum", "Garden Full of Spring Flowers."

Holtasóley

Verkefnið snýst um að vekja athygli nemenda á vorinu og taka fyrstu bekkingar þátt í því. 

Nemendur í fjörutíu og einu landi frá Evrópu taka þátt í verkefninu. Þeir búa til jafnmörg blóm og löndin eru, sem síðan eru send með venjulegum bréfpósti til sérhvers lands. Þannig að hvert land fær 41 blóm til að setja í garðinn sinn í skólanum. Garðurinn í Flataskóla er veggur þar sem búið er að undirbúa komu blómanna með "stilkum", "laufblöðum" og "mold" og eru þau sett í garðinn jafnóðum og þau berast í skólann.

Nemendur í Flataskóla bjuggu til þjóðarblómið okkar, Holtasóleyjuna þar sem þau fengu jafnframt fræðslu um ýmislegt sem tengist blóminu.

Á vefsvæði eTwinningTwin Space, er að finna myndir og fleira tengt verkefninu og er opið öllum til skoðunar.

Á myndinni hér fyrir neðan er skýring á ferlinu sem verkefnið fer eftir.

English
Hafðu samband