Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

 

 

6. bekkingar að dansa og syngja lagið Little Talk með hljómsveitinni 'Of Monsters and Men'

Flatóvisionhátíðin var haldin í skólanum í fimmta sinn þann 15. mars s.l. og hefur náð að festa sig í sessi sem árlegur viðburður í skólastarfinu. Keppnin er haldin til þess að finna lag í keppnina Schoolovision 2013 sem er eTwinningverkefni sem skólinn tekur þátt í ásamt rúmlega 40 öðrum skólum frá Evrópu. Sigurlag Flatóvision verður framlag Íslendinga í keppnina.  Í Flatóvision fá nemendur úr 4. til 7. bekk að koma með lag og dans sem þau velja sjálf og æfa (með tilliti til reglna sem settar eru hverju sinni). Fimm dómarar sem valdir eru sérstaklega koma og meta framlag nemenda. Ríkir mikil eftirvænting í loftinu bæði á undan og á meðan á þessu stendur. Eftir að allir hafa komið með sitt framlag og dómarar ráða ráðum sínum eiga yngri bekkir þess kost að fá að koma fram með skemmtiatriði og nýttu þeir sér það að þessu sinni. Á svið stigu þrír drengir úr 2. bekk og sungu lag eftir Gylfa Ægisson við mikinn fögnuð viðstaddra.  Einnig kom fram dúett, Helena og Kristín sem spiluðu á selló og píanó Bítlalagið "Yesterday", en Kristín kemur úr Hofsstaðaskóla.

Sjöttu bekkingar urðu hlutskarpastir að þessu sinni með lagið "Little Talk" sem hljómsveitin "Of Monsters and Men" hafa gert frægt.  Dómarar voru Hjördís Ástráðsdóttir, Jón Jónsson söngvari, Linda myndmenntakennari, Jóna ritari við skólann og nemendaráðsnemendur úr Garðalundi, þau Stefanía og Guðmundur bæði fyrrum nemendur Flataskóla. Svo nú þurfa 6. bekkingar að ákveða þemað fyrir myndbandið og búa til handrit og taka upp til að setja sem innlegg Íslands í eTwinningverkefnið Schoolovision 2013. 

Hér fyrir neðan er upptaka frá Flatóvision hátíðinni. Myndir frá hátíðinni eru í myndasafni skólans.


English
Hafðu samband