Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flataskóli tekur nú fjórða árið í röð þátt í verkefninu Schoolovision.  Í fyrra sendum við ekki lagið Jungle drum  sem vann í Flatóvision í keppnina því það þótti ekki vera farið eftir reglum keppninar, lagið þótti of þekkt. Í ár er reglunum enn breytt þannig að nú má velja lag sem er  þekkt í tónlistarheiminum og þarf það að vera íslenskt og tengjast landinu sem það er frá. 

Nánari upplýsingar er að finna á bloggsíðum verkefnisins frá fyrri árum.
Schoolovision bloggsíða 2009
Schoolovision bloggsíða 2010
Schoolovision bloggsíða 2011 

Eins og undanfarin ár höldum við Flatóvision að þessu sinni að hætti Eurovision föstudaginn 23. mars 2012, þar sem nemendur í 4. til 7. bekk geta komið með eigið framlag. Það lag sem vinnur þar verður sent í Schoolovision 2012 sem er samskiptaverkefni á netinu meðal rúmlega 30 skóla í Evrópu.

Reglur keppninnar í ár eru:
1. Velja má söng/dans að eigin vali og það má syngja á hvaða tungumáli sem er. Það má vera vel þekkt lag, þjóðlag eða lag sem nemendur búa til sjálfir, lag sem enginn hefur heyrt áður. Lagið þarf að tengjast landinu á einhvern hátt, vísa á einhvern hátt í menningu þess. Textinn má t.d. vera um vináttu, umhverfismennt, frið, fólk o.s.frv.
2. Ef lagið sem verður valið er verndað með höfundaleyfi þá þarf að fá leyfi höfundar til að setja lagið í Schoolovision.
3. Undirleikur má vera leikinn af nemendum, af CD-diski eða af foreldrum/kennurum.
4. Enginn (hjálpar-) söngur má vera á CD-disknum. Nemendur verða að syngja allt lagið sjálfir.
5. Klæðnaður á sviði við hæfi níu til 12 ára barna. 
6. Æfingar í sal byrja mánudaginn 12. mars, ekki er gefið leyfi til að vera inni í frímínútum til að æfa fyrir þann tíma.

Á bloggsíðu Schoolovision 2012 er að finna frekari upplýsingar og ýtarlegri umfjöllun um reglurnar (á ensku).

English
Hafðu samband