Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kynnstu okkur, skólanum og bænum okkar 

Um verkefnið:

Nemendur kynna sig, skólann sinn og bæinn í gegnum listgreinar. Þeir búa til kynningar og stutt ritunarverkefni t.d. með Padlet/Spark.
Nemendur í 3. bekk taka þátt í þessu verkefni undir stjórn listgreinakennaranna Lindu og Berglindar.

 

Markmið:

• Efla tungumál/móðurmál með því að hafa persónu sína, skólann og bæinn sinn sem viðfang
• Læra um nemendur í Evrópulöndunum og skilja hvað er líkt og hvað er ólíkt með þeim
• Auka/efla listvitund
• Auka/efla tölvutækni

 

Vinnuaðferð:

Í nóvember og desember kynna nemendur sig og velja til þess eitthvert listform. Skrifa/segja texta þar sem þeir kynna sig og nota tæknina.
Í janúar og febrúar búa nemendur til/teikna/mála myndir af skólanum og skrifa stuttan texta um skólann og skólalífið
Í mars og apríl skoða nemendur og teikna/mála myndir af einhverju áhugaverðu úr umhverfinu, einhverju listrænu/áhugaverðu í umhverfi þeirra (styttur, byggingar) og skrá stuttan útskýringartexta.

 

Væntanlegur árangur:

Búa til kynningar, myndir, teikningar sem settar eru á Twinspace-svæði verkefnisins, Þar eiga nemendur að geta sýnt foreldrum/forráðamönnum og öðrum afraksturinn. Nemendur efla tungumál/móðurmál, tölvu- og listhæfni og auk þess að eignast nýja vini og skemmta sér.

Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að skoða verkefnið "Meet us" nánar.

Hér eru myndirnar af púðunum sem nemendur máluðu. 

Með því að smella á myndina hér fyrir neðan getur þú séð vatnslitamyndirnar sem nemendur máluðu eftir ljósmyndum sem þeir tóku úti á skólalóðinni undir liðnum "Our School".

 

Þriðji hluti verkefnisins var að kynna bæinn. Nemendur fóru í göngutúr um næsta nágrenni skólans og skoðuðu listaverk. Þegar heim var komið bjuggu þeir til þrívíð listaverk eftir eigin höfði og hægt er að skoða afraksturinn hér fyrir neðan með því að smella á myndina hér fyrir neðan.

 Myndir frá gönguferðinni um bæinn.

Vinnusvæði verkefnisins.

 

 

 

English
Hafðu samband