Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

 

Grimmi tannlæknirinn

Þetta var samvinnuverkefni á vegum eTwinning um bókina Grimmi tannlæknirinn eftir David Walliams. Þátttökuskólarnir voru Flataskóli og Selásskóli og það voru nemendur í 5. bekk sem unnu verkefnið. Þetta var lestrarverkefni sem hafði það að markmiði að auka áhuga nemenda á bóklestri, auka lesskilning og ánægju af því að lesa. Einnig að kynnast því sem jafnaldrar þeirra eru að lesa og leyfa þeim að kynnast skóla og nemendum í öðru byggðarlagi en í sama landi. Auk þess fengu þeir að kynnast því að vinna samskiptaverkefni með nemendum sem eru ekki í sama skóla og að kynnast tæknitækjum og tólum sem tengjast þessu verkefni. (Twinspace, Kahoot, Padlet, Garageband)

Þetta var 4 vikna verkefni sem hófst í byrjun apríl 2016 og lauk í lok vorannar. Nemendur lásu bókina um Grimma tannlækninn og unnu verkefni tengd henni. Einnig hittast þeir á veffundum og sögðu frá skólunum sínum og spjölluðu saman.

Hér er hægt að skoða vefsvæði verkefnisins á Twinspace.

 

English
Hafðu samband