Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

 

 

Regnbogi menninganna

 

Nordplus verkefni var unnið í skólanum í veturinn 2010 til 2011. Þátttökulöndin voru Danmörk, Lettland, Litháen ásamt Íslandi. Sérhvert land á sína menningu þar sem hefðir og siðir hafa þróast frá örófi alda. Börn sem þekkja vel sína þjóðarsiði og hefðir munu frekar virða þá menningu sem þeir kynnast hjá öðrum þjóðum og finna líkingu með henni en þeir sem eru alls ókunnir því sem þróast hefur með þjóð þeirra fyrr á tímum. Áður fyrr notaði fólk oft söng og dans til að skemmta sér við eftir annir dagsins. Það gæti einnig aðstoðað nútímabörnin við nám sitt á okkar tímum. Verkefnið "Regnbogi menninganna" samþættir margar námsgreinar eins og landafræði, tungumál, listir og hreyfingu ásamt tölvu- og upplýsingatækni. Markmiðið með þátttöku í verkefninu var að fá nemendur til að virða og sýna þolinmæði gagnvart þeim sem tala önnur tungumál, líta öðruvísi út en þau sjálf. Í fjölþjóðaþjóðfélagi eins og okkar þjóðfélag er í dag er ekki hvað síst þörf á að efla slíkt viðhorf.

Verkefnið var unnið veturinn 2010 til 2011.

Helstu viðfangsefni þess eru: orðabækur á öllum tungumálum, dagatal með helstu viðburðum hvers mánaðar, leikir, söngvar og dansar. Í heimsóknunum sem verða í hvert land verða fluttar kynningar á landi og þjóð fyrir nemendur í samstarfsskólunum. Nemendur eru á grunnskólaaldri eða 7 til 12 ára. Annar og sjötti bekkur eru þátttakendur í verkefninu í Flataskóla.

Búin hefur verið til bloggsíða um verkefnið.

Einnig er hægt að lesa frekar um það á TwinSpace síðunni en þar er framlag skólanna sett fram og þar er jafnframt sameiginlegur vinnustaður samstarfslandanna.

 

Every country is rich with its national songs, dances, customs. Children who knows their country‘s traditions will respect the songs and the dances of other countries, be able to find similarities in them. In ancient times people with the help of songs and dances overcame even the hard works. It allows better to make children master of educational subjects. The project is grateful for including itself a lot of subjects: Geography, Science, Native language, English, Art, Physical Education, IT. The main goal of the project is to break down cultural and language barriers among participants via dance and songs. Participating in this project pupils will realize a very important thing – respect and tolerance to those who speak in other language, who looks differently. Whether it is in need or not to our modern society


Heimsókn til Danmerkur í október 2010    

Heimsókn til Lettlands og Litháen í apríl 2011  

 

English
Hafðu samband