Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

 

 

Áður en við byrjuðum á verkefninu Let´s turn the Light´s off fannst okkur mikilvægt að fræðast örlítið um samstarfslöndin. Við skiptum okkur upp í litla hópa og hver hópur vann með eitt land. Einhver gerði fána landsins, einhver gerði nafn landsins og einhver nafn höfuðborgar landsins. Svo hengdum við allt upp og tengdum við kort af Evrópu. Þannig gátum við líka staðsett okkur betur. Á myndinni má sjá hvað við gerðum.

Verkefnið hefur gengið vel og nú í byrjun ársins 2009 höfum við rætt um mengun bæði hér á landi og annars staðar í heiminum. Við bjuggum til kertastjaka úr glerkrukkum og sendum til vina okkar erlendis, við bjuggum líka til krukkur fyrir okkur til að taka með heim. Á krukkurnar settum við lím og veltum þeim svo upp úr grófu salti. Þegar það var búið settum við glimmer yfir. Kertastjakarnir urðu mjög fallegir.

Það er líka búið að senda kertastjaka til okkar. Við erum búin að fá tvær sendingar frá Marjetu og hennar nemendum og eina sendingu frá Leu og hennar nemendum. Okkur finnst mjög gaman að fá pakka og opna þá. Við fengum líka póstkort og bréf frá Slóveníu. Armanda frá Ítalíu sendir okkur myndir af því sem þau gerðu því þegar upp var staðið gátu þau ekki sent okkur sína stjaka þar sem skólastjórinn gat ekki látið þau fá peninga fyrir sendingarkostnaði. Við nýtum okkur bara veraldarvefinn til að skoða verkin þeirra.

Þegar leið á verkefnið varð raunin sú að England og Pólland duttu út úr verkefninu. Það var allaf spenna þegar við fengum pakka og gaman að opna þá og sjá nýjar hugmyndir eða jafnvel að sjá að nemendur annarsstaðar í Evrópu fegnu svipaðar hugmyndir og við þegar kom að hönnun kertastjaka.

Þetta var skemmtilegt verkefni og okkur þótti gaman að vera partur af því og kynnast því að nemendur um alla Evrópu hugsa um umhverfið líkt og við. Þau vita, rétt eins og við, að það er aðeins ein jörð til.

 

 

 

 

English
Hafðu samband