Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Í Flataskóla er verið að vinna nokkur rafræn verkefni á vegum eTwinning.

eTwinning er áætlun um rafrænt skólasamstarf í Evrópu. eTwinning heyrir undir Comeniusarhluta Menntaáætlunar Evrópusambandsins, Lifelong Learning Program (LLP).*

  • eTwinning býður endurgjaldslaust upp á stuðning, rafræn verkfæri og þjónustu til þess að skólar geti stofnað til samstarfs í lengri eða skemmri tíma á sem einfaldastan hátt.
  • Skráningu kennara og skóla fylgir aðgangur að eigin vefsvæði þar sem auðvelt er að finna samstarfsaðila
  • eTwinning verkefni eru unnin af tveimur eða fleiri kennurum frá mismunandi Evrópulöndum. Verkefni geta verið hvernig sem er, stór eða smá, til lengri eða skemmri tíma, svo framarlega að þau falli að kennsluskrá og uppeldismarkmiðum hvers skóla.
  • TwinSpace er einskonar rafræn kennslustofa sem auðveldar vinnuna við verkefnin og að halda utan um þau. TwinSpace er öruggt svæði þar sem einungis viðkomandi nemendur og kennarar hafa aðgang að.
  • Allar kennslugreinar eru gjaldgengar í eTwinning.
  • Frír aðgangur að veftækjum ýmis konar fylgir þátttöku í eTwinning.
  • Sveigjanleiki í fyrirrúmi! Engir umsóknarfrestir, engar skýrslur og (nánast) engar reglur. Einkunnarorð eTwinning eru: KISS – Keep it Small and Simple. 
  •  Verkefni unnin 2012 - 2013  Eldri verkefni

 

Á þessari vefslóð er hægt að lesa sér meira til um rafræna skólastarfið:  

Íslensk vefsíða um eTwinning

English
Hafðu samband