Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Slys á skólatíma 

Öryggi nemenda í skólum skiptir miklu máli. Það er því lögð áhersla á að allir starfsmenn fái þjálfun í öryggismálum. Allir starfsmenn fá þjálfun í skyndihjálp að minnsta kosti annað hvert ár. Þannig læra starfsmenn hvernig bregðast á við þegar slys ber að höndum. Einnig þarf að tryggja öryggi í skólahúsnæði og á skólalóð.

Veitt er fyrsta hjálp í skólanum og minni háttar slysum sinnt. Þurfi nemandi að fara á heilsugæslustöð skulu foreldrar/forráðamenn fara með barninu. Slys eru skráð í skólanum.

Mikilvægt er að skólinn hafi öll símanúmer skráð á Mentor sem hægt er að ná í foreldra á skólatíma barnsins. Ekki er ætlast til að óhöppum sem gerast utan skólatíma sé sinnt í skólanum.
 
Ef barn er með greindan alvarlegan sjúkdóm sem getur stefnt heilsu eða lífi þess í bráða hættu er nauðsynlegt að skólaheilsugæsla viti af því. Hér er átt við sjúkdóma eins og t.d. sykursýki, bráðaofnæmi, flogaveiki og blæðingarsjúkdóma.
 

Til baka

English
Hafðu samband