Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Óveður

Gefnar hafa verið út leiðbeiningar um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Garðabær birtir leiðbeiningar um viðbrögð við röskun á skólastarfi vegna óveðurs. Þar er jafnframt vísað í leiðbeinandi vinnureglur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um viðbrögð í óveðri fyrir starfsmenn skóla og foreldra. Aðaláherslan er á að foreldrar meti ávalt sjálfir hvort þeir vilja halda börnunum heima.

Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlilega fjarvist. Sama gildir ef börn eða foreldrar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa. Einnig er áhersla lögð á að skólarnir sjái til þess að alltaf verði einhver starfsmaður í skólunum til að taka á móti börnum sem mæta þrátt fyrir að send hafi verið út tilkynning um að skólahald falli niður.

Til baka

 

 

English
Hafðu samband