Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Starfsfólk 

Að jafna hlut kvenna og karla í starfshópnum:

Aðgerð:  Að reyna eins og hægt er að jafna kynjahlutföllin í nýráðningum við skólann.
Timi: Þegar ráða þarf nýja starfsmenn.
Ábyrgð: Skólastjórnendur. 

Að karlar og konur sem starfa við Flataskóla njóti sömu launakjara:

Aðgerð:  Að bera saman launakjör karla og kvenna. Trúnaðarmenn starfsmanna upplýstir um launakjör enda          sé þar algjört gagnsæi.
Timi: Desember.
Ábyrgð: Skólastjórnendur.

Að tryggt sé að starfsmenn verði ekki fyrir einelti eða kynferðislegri áreitni í skólanum:

Aðgerð:  Árlega skal leggja könnun fyrir starfsmenn (Skólapúls) um hvort slík áreitni sé til staðar. Skólastjóri              stýrir ferli máls og leitar liðsinnis mannauðsstjóra Garðabæjar ef þurfa þykir. Að útbúin verði nákvæm áætlun          um viðbrögð við grunsemdum eða staðfestum grun um hvers kyns misnotkun.
Timi: Mars.
Ábyrgð:  Námsráðgjafi og skólastjórnendur. 

Að boðið sé upp á fræðslu um jafnréttismál fyrir alla starfsmenn:
Aðgerð:  Árlega og að minnsta kosti eitt námskeið sem fjallar að einhverju leyti um jafnréttismál.
Timi: Nóvember.
Ábyrgð: Skólastjórn.
 
Til baka
 
English
Hafðu samband