Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur

Niðurstöður samræmdra prófa og annars námsmats skal skoðað með tilliti til árangurs drengja og stúlkna:

Aðgerð: Bregðast skal við ef námsárangur er misjafn milli kynjanna. 
Timi: Skoðað ár hvert í desember og febrúar.
Ábyrgð: Deildarstjórar sérkennslu og skólastjórnendur.

Öllum nemendum gefin kostur á að reifa skoðanir sínar um hvers kyns jafnréttismál:

Aðgerð: Aldursskipt skólaþing haldið fjórum sinnum á ári.
Tími: Haldið fjórum sinnum á ári – tvisvar fyrir áramót og tvisvar eftir áramót.
Ábyrgð: Skólastjórnendur.

Markviss kennsla í jafnréttisfræðslu þar sem nemendur eru undirbúnir undir jafna þátttöku í samfélaginu:

Aðgerð: Námskrá, kennslubækur og kennsla skoðuð og unnið að úrbótum þar sem þess er þörf.
Tími: Nóvember.
Ábyrgð: Skólastjórnendur.

Námsgögn nemenda birti ekki kynjaða mismunun:

Aðgerð: Námskrá, kennslubækur og kennsla endurskoðuð og unnið að úrbótum þar sem þess er þörf.
Tími: Árlega.
Ábyrgð: Deildarstjóri.

Aðgengi og aðbúnaður fyrir fatlaða nemendur sé góður:

Aðgerð: Úttekt gerð á aðgengi að húsnæði skólans og óskað eftir úrbótum ef þörf er á.
Tími: Ágúst hvert ár.
Ábyrgð: Umsjónarmaður fasteigna og skólastjóri.

Tryggt sé að nemendur verði ekki fyrir kynbundinni eða kynferðislegri áreitni í skólanum:

Aðgerð: Lagðar fyrir kannanir um hvort slík áreitni sé til staðar og ef svo reynist er málið unnið samkvæmt                áætlun skólans um alvarleg hegðunarbrot. Boðið verði upp á fræðslu um kynferðislegt ofbeldi í þremur                    árgöngum ár hvert. Að útbúin verði nákvæm áætlun um viðbrögð við grun eða staðfestum grun um hvers                kyns misnotkun.
Tími: Matskerfið Skólapúls lagt fyrir nemendur í 6. og 7. bekk tvisvar á ári. Kannanir á líðan nemenda lagðar            fyrir alla nemendur tvisvar á ári.
Ábyrgð: Námsráðgjafi og skólastjórnendur.


 

 

 

 

English
Hafðu samband