Nemendur
Langvinnir sjúkdómar/alvarleg veikindi nemenda:
• Viðkomandi starfsfólki og bekkjarfélögum skal gerð grein fyrir aðstæðum.
• Áfallaráð ákveður hvernig taka skuli á hverju tilfelli eftir aldri nemenda og aðstæðum hverju sinni.
• Aðilar úr áfallaráði ásamt umsjónakennara ræða við og vinna með nemendum bekkjarins sem málinu tengjast.
Þegar nemandi kemur aftur í skólann:
• Undirbúa þarf bekkjarfélaga undir komu nemandans aftur í skólann.
• Umsjónarkennari og/eða aðili úr áfallaráði ræða við nemanda og aðstandendur áður enn hann kemur í skólann og hlusta eftir því hvernig hann vill hafa aðstæður.
• Umsjónakennari fylgist sérlega vel með nemandanum næstu daga og vikur og lætur hann vita að hann hafi alltaf aðgang að aðstoð.
Alvarleg slys á nemanda
Ef slys verða í skólanum:
• Ef nemandi verður fyrir alvarlegu slysi í skólanum skal strax hafa samband við lögreglu og forráðamenn nemandans.
• Áfallaráð fundar og ákveður hvernig bregðast skuli við.
• Aðilar úr áfallaráði ræða við nemendur sem tengjast málinu.
• Nemendum og starfsfólki er gerð grein fyrir aðstæðum.
• Skólastjórnendur bera ábyrgð á að enginn fari heim úr skólanum með rangar eða misvísandi upplýsingar um atburðinn.
• Skólastjórnendur skulu vera tengiliður við fjölmiðla ef þeir sýna atburðinum áhuga. Allir starfsmenn skulu vísa á þá ef til þeirra er leitað eftir upplýsingum.
Slys sem verða utan skólatíma:
• Stjórnendur skólans leita staðfestingar á atburði.
• Áfallaráð fundar svo fljótt sem auðið er og tekur ákvörðun um hvernig bregðast skuli við.
• Viðkomandi umsjónakennara og öðru starfsfólki sem að nemandanum og bekknum koma skal tilkynnt um atburðinn eins fljótt og auðið er.
Næstu dagar: Mikilvægt er að upplýsingastreymi til skólans sé gott og rétt. Skólastjórnendur bera ábyrgð á því. Umsjónarkennari kemur upplýsingum til bekkjarfélaga.
Þegar nemandi kemur aftur í skólann:
• Undirbúa þarf bekkjarfélaga undir komu nemandans aftur í skólann.
• Umsjónarkennari og/eða aðili úr áfallaráði ræða við nemanda og aðstandendur áður enn hann kemur í skólann og hlusta eftir því hvernig hann vill hafa aðstæður.
• Umsjónakennari fylgist sérlega vel með nemandanum næstu daga og vikur og lætur hann vita að hann hafi alltaf aðgang að aðstoð.
Andlát nemanda:
• Skólastjórnendur sjá um að afla staðfestra upplýsinga um atburðinn og hafa samband við heimilið.
• Áfallaráð kallað saman (ásamt sóknarpresti) á stuttan fund þar sem ráðið skiptir með sér verkum og ákveður fyrstu viðbrögð skólans.
• Mjög áríðandi er að bera allar aðgerðir skólans undir viðkomandi forráðamenn til samþykkis og hafa þá með í ráðum frá upphafi.
• Gæta skal þess að náin skyldmenni hins látna sem eru við nám eða störf við skólann fái fréttirnar sérstaklega, en ekki yfir hóp.
• Skólastjóri kallar starfsfólk saman sem fyrst og tilkynnir dauðsfallið.
• Skólastjóri eða annar úr áfallaráði ásamt sóknarpresti og umsjónarkennara tilkynna andlátið strax í viðkomandi bekkjardeild.
• Hafa ber í huga að hlúa þarf að nemendum í bekknum eins og hægt er með aðstoð hjúkrunarfræðings, námsráðgjafa og/eða sáfræðings.
• Kveikja á kerti (í áfallakassa).
• Sóknarprestur talar við börnin og biður með þeim stutta bæn.
• Umsjónarkennarar tilkynna andlátið í sínum bekkjum. Mikilvægt er að allir fái fréttirnar samtímis.
• Skólinn dregur fána í hálfa stöng þegar tilkynningin hefur borist öllum til eyrna.
Mikilvægt er að nemendur fari heim í lok skóladags með skriflega tilkynningu til forráðamanna til að þeir geti brugðist við viðbrögðum nemenda þegar heim er komið.