Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aðstandendur nemenda

Alvarleg veikindi aðstandenda nemenda:
Skólastjórnendur og umsjónarkennari leita staðfestingar á veikindunum hjá forráðamanni nemandans.
Upplýsingum er komið til allra sem málið varðar.
Áfallaráð fundar um málið og ákveður í samráði við forráðamenn hvernig unnið skuli að málinu.
Aðilar úr áfallaráði aðstoða umsjónakennara við að undirbúa bekkinn hvernig hann tekur á móti                                nemandanum þegar hann kemur aftur í skólann.

Alvarleg slys aðstandenda nemanda:
Skólastjórnendur eða umsjónakennari fá staðfestingu á slysinu hjá forráðamanni nemandans.
Upplýsingum er komið til umsjónarkennara auk annarra sem málið varðar.
Áfallaráð fundar um málið og ákveður í samráði við forráðamenn hvernig unnið skuli að málinu.
Aðilar úr áfallaráði aðstoða umsjónakennara við að undirbúa bekkinn hvernig tekið er á móti nemandanum            þegar hann kemur aftur í skólann.

Andlát aðstandanda nemanda:
Skólastjórnendur eða umsjónakennari leita staðfestingar á andlátinu hjá forráðamanni nemandans.
Upplýsingum er komið til umsjónarkennara auk annarra sem málið varðar.
Mjög áríðandi er að bera allar aðgerðir skólans undir viðkomandi forráðamenn til samþykkis og hafa þá með          í ráðum frá upphafi.
Áfallaráð kallað saman (ásamt sóknarpresti) á stuttan fund þar sem ráðið skiptir með sér verkum og ákveður          fyrstu viðbrögð skólans.
Skólastjóri kallar starfsfólk saman sem fyrst og tilkynnir dauðsfallið.
Umsjónarkennari sér um áframhaldandi vinnu með bekknum en getur þó alltaf leitað til aðila úr áfallaráði                um aðstoð.
Bekkurinn undirbýr samúðarkveðju.
Skólinn sendir samúðarkveðju til nemandans og fjölskyldu.
Áfallaráð tekur ákvörðun um hvaða fulltrúi skólans verði við útförina.
Aðili úr áfallaráði ásamt umsjónakennara heimsækir nemandann og færir honum gjöf, t.d. kerti, blóm og kort          frá bekknum.
Áfallaráð aðstoðar umsjónakennara við undirbúning þess að nemandinn mæti í skólann aftur til að auðvelda          endurkomu hans.

 

Til baka.

 
English
Hafðu samband