Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vímuvarnir

Flataskóli er heilsueflandi grunnskóli sem fræðir og styður nemendur til heilbrigðra lífs- og neysluhátta. Nemendur fá fræðslu um skaðsemi notkunar á hvers kyns vímuefnum. Fræðslan miðast við aldur barnanna og þær hættur sem helstar eru á hverjum tíma. Foreldrar og starfsmenn fá einnig slíka fræðslu og ráðgjöf ef þörf er talin á. 

Fræðsla til nemenda 

Fræðsla nemenda miðast við aldur þeirra og hvað er að gerast í þjóðfélaginu á hverjum tíma. 

Á yngsta aldursstigi fléttast lífsleikni nánast inn í allt nám nemandans þar sem hægt er að fjalla um skaðsemi vímuefna eftir aldri og þroska nemenda. Þar er aðal áherslan á líkamlegt heilbrigði og andleg verðmæti. 

Á eldri stigum er lífsleikni einnig stór þáttur í fræðslu gegn vímuefnum. 

Fræðsla og ráðgjöf til starfsfólks 

Starfsfólki er gerð grein fyrir þeim áherslum sem skólinn hefur gagnvart vímuefnum, og reykingum í ræðu og riti. 

Fræðsla til foreldra 

Foreldrum er gerð grein fyrir þeim áherslum sem skólinn hefur gagnvart vímuefnum og reykingum í ræðu og riti. Í samstarfi foreldrafélagsins og skólans er boðið upp á fræðsluerindi þar sem áherslan er m.a. á forvarnir gegn áhættuhegðun og hvers kyns notkunar á tóbaki og öðrum vímuefnum.

Ferillýsing vegna reykinga, neyslu eða gruns um neyslu á vímuefnum

Í Flataskóla eru reykingar sem og hvers konar notkun vímuefna stranglega bönnuð í skólanum, á skólalóðinni og hvar sem nemendur eru á vegum skólans. Komi upp neysla verða foreldrar látnir vita samstundis.
 
 
English
Hafðu samband