Forvarnir á sviði netnotkunar
Í Flataskóla er lögð áhersla á að kenna nemendum ábyrga netnotkun. Netheimurinn er í dag stór hluti af daglegu lífi barna og er nú vettvangur bæði náms og samskipta og býður upp á vaxtarmöguleika af ýmsu tagi. Mikilvægt er fyrir skóla að setja sér markalínur um netnotkun sem fylgt er eftir í daglegu starfi. Einnig er mikilvægt að fræða bæði börnin og foreldra þeirra um þær hættur sem leynast á netinu og um ofnotkun á tölvum. Í öllum árgöngum er fjallað um ábyrga hegðun við notkun á netinu og í samskiptum þar.
Ef nemandi verður uppvís að óábyrgri netnotkun er tekið á málinu í samræmi við verklag skólans varðandi hegðunarbrot. Foreldrar eru í flestum málum upplýstir um slík brot.
Jákvæð netnotkun er nýtt til góðra verka og neikvæð notkun er stöðvuð og leiða leitað til að koma málum í betri farveg. Starfsfólk leitar markvisst til sálfræðinga og annarra aðila sem vinna að lausnum fyrir þá einstaklinga sem ofnota netið og missa fótanna vegna þessa. Áhersla er lögð á að starfsmenn, jafnt sem nemendur, fái reglulega fræðslu um strauma og stefnur í netnotkun ungmenna þannig að þeir viti hverju ástæða er til að fylgjast með, hvar hættur geta legið og hvernig best sé að bregðast við.