Hér undir er að finna sjálfsmatsáætanir skólans, áætlun um móttöku nýrra nemenda, rýmingaráætlun og ársskýrslur auk forvarna- og viðbragðsáætlana skólans.
Forvarnaráætlun Flataskóla byggir á skólabrag sem einkennist af jákvæðni, hlýleika og uppbyggjandi forvörnum og viðbrögðum við ýmsum uppákomum. Unnið er markvisst að forvörnum í víðum skilningi með það markmið að stuðla að góðri líðan nemenda, jákvæðri sjálfsmynd, heilbrigðum lífsháttum og virðingu í samskiptum. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfist í að tjá hugsanir sínar, skoðanir og tilfinningar. Samskiptahæfni nemenda er efld og þeim kennt að leysa ágreining. Nemendur eru fræddir um ábyrgð og gagnkvæma virðingu. Þeir meta eigin lífsstíl og þeim eru kenndar leiðir til að standast utanaðkomandi þrýsting. Árlega taka forvarnarverkefni mið af áherslum í skólastarfinu, skólastefnu Garðabæjar og þeirri fræðslu sem er í boði á hverjum tíma. Stjórnendur skólans rýna í niðurstöður úr könnunum eins og Skólapúlsi og öðrum könnunum, t.d. Ungt fólk á vegum Rannsóknar og greiningar. Forvarnarstefna Flataskóla nær til alls skólasamfélagsins.
Forvarnaráætlun skólans skiptist í átta hluta:
• Einelti
• Agamál og viðurlög
• Öryggis- og slysavarnir
• Áfallaáætlun
• Forvarnir á sviði velferðar, kynheilbrigðis og jafnréttis
• Jafnréttisáætlun
• Vímuvarnir
• Forvarnir á sviði netnotkunar