Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Í Flataskóla er nemendum óheimilt að nota eigin síma eða snjalltæki. 
Ef nemendur þurfa að mati foreldra að koma með síma eða snjalltæki í skólann skal vera slökkt á tækjunum eða þau í flugham. 
Tækin eru ávallt á ábyrgð eigenda sinna.

Viðurlög ef reglum um síma er ekki fylgt:
Fylgi nemandi ekki farsímareglum er hann minntur á reglurnar og gert að ganga frá símanum. Brjóti nemandi reglurnar ítrekað þrátt fyrir áminningu er honum boðið að velja á milli þess að:           
a. afhenda kennara/starfsmanni símann. Síminn er geymdur hjá umsjónarkennara til loka skóladags.            
b. fara á skrifstofu skólans og bíða þar uns foreldri hefur komið í skólann til að ljúka afgreiðslu málsins.

Ef nemandi á endurtekið í erfiðleikum með að fylgja farsímareglum Flataskóla getur komið til þess, að höfðu samráði við foreldra, að honum verði bannað að koma með síma í skólann.
 
English
Hafðu samband