Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skíðaferð
Venja er að fara með nemendur skólans í  eins dags skíðaferð á vormisseri þegar veður leyfir.  Ákveðið er daginn áður hvort fara skuli og koma nemendur þá með skíði og búnað í skólann að morgni skíðadags. 

Nemendur í 6. bekk fá að gista í Breiðabliksskálnum eina nótt og renna sér svo daginn eftir með skólafélögum sínum.
 

Íþróttadagar
Í september og júní eru skipulagðir sérstakir íþróttadagar og sjá íþróttakennarar skólans um það skipulagið.  Nemendur taka þátt í mörgum fjölbreyttum íþróttaatburðum allan þann dag.

Samvera á sal

Þrisvar sinnum í viku er samvera á sal hjá öllum nemendum og starfsfólki skólans.  

Félagsstarf
Félagsstarf er unnið með bekkjarfulltrúum kjörnum úr hópi foreldra á hverju hausti. Einnig stýrir umsjónarkennari sameiginlegu félagsstarfi fyrir árganginn.

Listviðburðir
Á hverju ári er stefnt að því að fá listamenn í heimsókn með það að markmiði að bjóða nemendum upp á fjölbreytta listsköpun og kenna þeim að njóta hennar. Má þar m.a. nefna: „Tónlist yfir alla“, upplestur, leiklist og myndlist.

Jólaskemmtanir
Sú hefð hefur skapast að vinabekkir eru yfirleitt saman á skemmtunum.

Náms- og skemmtiferðir
Nemendur fara í margar námsferðir á skólatíma. Styttri ferðir á skólatíma eru yfirleitt ekki tilkynntar nemendum né foreldrum með fyrirvara. Þetta fyrirkomulag er nauðsynlegt til þess að hægt sé að nýta gott veður, þegar það gefst. Tilkynning er send heim vegna lengri ferða.

English
Hafðu samband