Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Réttindaráð Flataskóla

Réttindaráð Flataskóla gegnir hlutverki nemendaráðs skólans. Réttindaráðið er skipað nemendum úr 2. til 7. bekk. Hver árgangur má senda jafnmarga fulltrúa í ráðið og umsjónarkennarar árgangsins eru. Fundir eru haldnir mánaðarlega. Á fundum eru ýmis mál er tengjast réttindum barna rædd og einnig fá nemendur í ráðinu tækifæri til að fara á svið í morgunsamveru og ræða við samnemendur sína um málefni er tengjast réttindum og minna á Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna.

Val á fulltrúum í réttindaráðið fer þannig fram að áhugasamir gefa kost á sér og segja samnemendum hvers vegna þeir vilji sitja í ráðinu. Annaðhvort fer svo fram leynileg kosning á milli þeirra sem buðu sig fram eða dregið eru hver fær sæti í ráðinu. Fulltrúar eru valdir til eins árs í senn en allir mega bjóða sig fram á hverju ári enda ekkert sem segir að nemandi geti ekki setið í ráðinu oftar en einu sinni. 

 

 

English
Hafðu samband