Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Föstudagsmolar 17. nóvember 2017

23.11.2017
Föstudagsmolar 17. nóvember 2017

Dagskrá síðustu daga var með hefðbundnum hætti og þó, rithöfundurinn Áslaug Jónsdóttir kom í heimsókn og las upp úr bókunum sínum í hátíðarsal skólans á degi íslenskrar tungu sem var 16. nóvember s.l. Annars var unnið með stafinn Hh í lestrarnáminu, farið í heimilisfræði og á bókasafnið. Í vináttuverkefninu var rætt um afmælisveislur, búinn var til bekkjarsáttmáli og loftbelgir skreyttir og skilaboð barnanna skráð á þá sem á síðan að afhenda ráðamönnum þjóðarinnar. Svo er alltaf á dagskrá og vinsælt að fara í smiðjuhópana: tónmennt, íþróttir og að byggja úr einingakubbunum.

Til baka
English
Hafðu samband