Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttapistill síðustu viku

07.11.2017
Fréttapistill síðustu viku

Margt skemmtilegt dreif á dagana hjá börnunum í 4 og 5 ára bekk í síðustu viku og ber að nefna það sem hæst var, sem var hrekkjavakan því þá fengu börnin að koma í hrekkjavökubúningum. Það var svo skemmtilegt að sjá í hvernig búningum hinir voru. Tækifærið var notað við þetta tilefni og börnin teiknuðu og sögðu frá atburðinum í viðburðabókina. Vv hljóðið var tekið að hætti Lubba og ýmislegt var tínt til og tengt við hljóðið eins og að líkja eftir vindinum, lesa um Vigdísi á Vopnafirði og bjóða vorið velkomið með vöfflum og vínarbrauði. Kortið var að sjálfsögðu skoðað og Vopnafjörður staðsettur á kortinu.  Blær bangsi kom auðvitað við sögu en það er vináttuverkefni sem unnið er með börnunum í skólanum. Þar er rætt um líðan, svipbrigði o.fl. tengt vináttu.

Að lokum fengu börnin góðan gest í heimsókn með bók sem var lesin upp fyrir þau, en það var hún Birgitta Haukdal sem var að gefa út nýja bók um Láru og Ljónsa. Birgitta las söguna fyrir nemendur í 1. bekk og leikskólabekkinn í hátíðarsal skólans.

Á miðvikudaginn 8. nóvember hafa börn og kennarar í 4/5 ára bekk umsjón með morgunsamverunni sem hefst í hátíðarsalnum kl. 8:30. Að sjálfsögðu eru mamma og pabbi velkomin að koma og fylgjast með.

Til baka
English
Hafðu samband