Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Veiða Vind

02.10.2017
Veiða Vind

Nemendur í 4 og 5 ára bekk heimsóttu Hörpu í boði Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sveitin flutti  tónverkið „Veiða vind“ sem er færeyskt ævintýri og byggir á minningu um riddarann Ólaf Liljurós og hetjudáðum hans. 
Ferðin gekk mjög vel í alla staði og börnin skemmtu sér konunglega. Svo teiknuðum nemendur myndasögu í viðburðabókina sína um ferðina í Hörpu.
Unnið var með málhljóðið „Nn“ með aðstoð Lubba sem finnur málbein og voru stafirnir mótaðir í leir á eftir. Einnig var rifjað upp hvað hver og einn heitir fullu nafni og hvar þeir eiga heima.
Næsta vika í skólanum verður tileinkuð forvörnum og ætlum við að fræðast um hvernig við getum sjálf passað upp á tennurnar.
Minna má á, að alltaf má koma með bók í skólann til að láta lesa fyrir sig.

Til baka
English
Hafðu samband