Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

September fréttir

28.09.2017
September fréttir
Hér er smá úttekt á skólastarfinu síðustu daga í 4 og 5 ára bekk þar sem farið er yfir nokkur atriði sem unnið hefur verið með og einnig það sem er framundan. Að venju var unnið með bókstaf og það var M-ið sem var tekið fyrir að þessu sinni. Þá var unnið með hugtökin sem tengjast formunum: hring og ferhyrning. Valtaflan var tekin í notkun og verður gaman að fylgjast með hvernig tekst til með hana. Þá var farið á sinfóníutónleika í Hörpu sem voru sérstaklega settir upp fyrir leikskóla og yngstu börn í grunnskóla og kallast "Veiðum vind". Farið var með strætisvagni sem mörgum fannst nýstárlegt. 

Dótadagur þótti takast vel og nú er búið að ræða við börnin um að skilja dótið sitt eftir heima nema á dótadögum. En það má koma með bækur því það er alltaf fínt að fá bækur sem börnunum finnst gaman að láta lesa fyrir sig.

Framundan er forvarnarvika þar sem nemendur vinna ýmis þemaverkefni tengt forvörnum og munu yngstu börnin vinna með tannvernd og umferðina.

Til baka
English
Hafðu samband