Skólastarfið hafið
Nú eru fyrstu dagar skólaársins liðnir og fer núna fram aðlögun nýrra nemenda í 4/5 ára bekk. Þetta hefur gengið vel og okkur líst vel á krakkana sem eru að byrja en þeir eru flottir og duglegir, jákvæðir og áhugasamir og þar sama má segja um foreldrana sem fylgja þeim. Við höldum inn í veturinn með gleði í hjarta.
Á föstudögum sendum við ykkur föstudagsfréttir um það sem gerst hefur í vikunni. Það fer póstur á alla foreldra. Ef einhver fær ekki póst, viljum við endilega fá að vita af því. Einnig er hægt að senda okkur póst ef þið hafið spurningar. Ef koma á upplýsingum strax þann daginn þá væri betra að fá símtal því pósturinn er yfirleitt ekki lesinn fyrr en í lok dags.
Einnig er nauðsynlegt að fá skilaborð um ef einhver er fjarverandi og ef einhver nýr aðili kemur að sækja barnið sem hefur ekki komið áður.
Beinn sími í skiptiborð Flataskóla er: 513 3500
Beinn sími í Mánastofu er: 513 3515
Beinn sími í Sólarstofu er: 513 3516
Við erum einnig með GSM síma: 617 1573
Ef grunnskólinn er lokaður, þ.e. í vetrarfríi, jólafríi, páskafríi og í sumarfríi þegar leikskóladeildin er opin, er skiptiborð skólans líka lokað. Það þýðir að ekki er hægt að hringja í beinan síma í Mánastofu og Sólarstofu. Þá er einungis hægt að ná í okkur í GSM símann.
Annars viljum við benda á heimasíðu Flataskóla www.flataskoli.is en þar eru allar helstu upplýsingar og fréttir frá skólanum.
Næst komandi föstudag 1. september fara nemendur Flataskóla í árlega haustferð í Guðmundarlund í Kópavogi. Við förum í rútu. Sjöundi bekkur er vinabekkur 4/5 ára og nemendur þar munu aðstoða okkur með nemendur okkar í ferðinni.