Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vika 19

16.05.2017
Vika 19

Síðasta vika leið nokkuð á hefðbundinn hátt. Starfsmaðurinn Arnar Gauti var kvaddur með pompi og prakt en hann heldur á vit frekari ævintýra. Hann bauð krökkunum upp á ís í tilefni dagsins. Þórdís er komin í staðinn til að vera með börnunum allan daginn. Þá gróðursettu börnin blóm og bíða þau nú spennt eftir að blómin kíki upp úr moldinni. Nú hafa börnin í 5 ára bekk lært alla stafina og var unnið nokkuð með stafina í vikunni m.a. var farið í stafalottó og í íþróttatímanum bjuggu nemendur  til stafi með líkamanum. Í tónmennt léku börnin sér í leiknum Karnival dýranna. Þá fengu þau að segja frá liðnum atburðum sem þeim þykir mjög skemmtilegt. Nú stendur yfir ljóðasamkeppni í skólanum og voru nokkur ljóð búin til og send í keppnina.  Svo var spjallað um umhyggju og umburðarlyndi og ýmislegt tengt því og hvernig samskipti eru milli barna. Börnin í Mánahópi byggðu úr einingakubbunum og börnin í Stjörnuhópi fóru á bókasafnið og skoðuðu bækur og sumir fengu lánaðar bækur. Heimilisfræðin er alltaf svo heillandi og fengu börnin í sólarhópi að búa til kókósbollur. Næsta miðvikudag 17. maí munu börnin í 4/5 ára sjá um morgunsamveruna í salnum. Hún hefst kl.8.50 og eru foreldrar velkomnir í heimsókn. Myndir eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband