Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttaskot frá vikunni 13. til 17. febrúar

20.02.2017
Fréttaskot frá vikunni 13. til 17. febrúar

Hápunktur þessarar viku var ferð Mána- og Sólarhópa í Hörpu. Sinfónían bauð fimm ára börnum á aðalprufu á nýju verki sem hún er að fara að sýna - Skrímslið litla systir mín eftir samnefndri bók.

https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/skrimslid-litla-systir-min/

Við tókum strætó niður í Hörpu og höfðum nestið með. Þetta var ótrúlega skemmtileg ferð og börnin svo prúð og dugleg.

Svo að hinu hefðbundna, Mána- og Sólarhópar tóku fyrir stafinn G.  Þar voru skoðuð nokkur orð með hljóðinu G. Nemendur drógu stafina á blað og unnu stafaverkefni. Nemendur í Stjörnuhópi lásu um stafinn R í Lubba sem finnur málbein og skoðuðu nokkur orð með hljóðinu R.
Áfram var haldið með vináttuverkefni um bangsana en nemendur í Mána- og Sólarhópum söfnuðu mjólkurfernum fyrir bangsahúsin sín. Við gætum alveg þegið fleiri fernur. Nemendur í Stjörnuhópi spjölluðu saman um virðingu og umhyggju og það að fá ekki að vera með í leik. Því næst máluðu nemendur myndir af vináttu og vinum.
Að þessu sinni tókum við frí frá K-PALS sökum annríkis, en höldum áfram þar sem frá var horfið eftir vetrarfrí.
Það voru foreldraviðtöl í vikunni og við þökkum foreldrum kærlega fyrir komuna, það er alltaf notalegt að setjast niður og spjalla saman.
Vikuna 20. - 24. febrúar verður grunnskólinn í vetrarfríi. Leikskóladeildin verður opin, þó verða einhver börn í fríi og sendum við þeim kærar kveðjur um von um að þau njóti vel.



Til baka
English
Hafðu samband