Vináttuverkefnið
Forvarnarverkefni gegn einelti "Vinátta" sem gefið er út á vegum Barnaheilla hófst í morgun í 4 ára bekk hjá Sigríði leikskólakennara. Verkefnið er hluti af Vináttu-töskunni og er ætlað börnum í leikskólum. Það er þýtt og staðfært úr dönsku og lesa má frekar um það á vefsíðu Barnaheilla. Verkefnið hófst á leikum að leita að bangsabörnunum hans Blæs sem voru týnd í skólanum. Hvert barn fékk lítinn bangsa til að hugsa um á meðan verið er að vinna verkefnið. Verkefnið byggist á nokkrum grunngildum sem eru leiðarljósið í öllu efni þess og þau eru: umburðarlyndi, virðing, umhyggja og hugrekki. Skólinn er einnig réttindaskóli til að vinna með barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og meiningin er að flétta hann inn í verkefnið um Blæ. Myndir eru komnar í myndasafn skólans sem teknar voru í morgun þegar börnin voru að leita að bangsabörnunum.