Fréttir frá 4 og 5 ára
28.11.2016
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur fyrir stuttu og lögðu nemendur í 4 og 5 ára bekk sitt að mörkum með því að syngja vísuna "Tunglið, tunglið taktu mig" eftir Theódóru Thoroddsen við lag Stefáns S. Stefánssonar. Stjörnuhópur bakaði smákökur og mánahópur fór á bókasafnið. Rætt var um jólin sem eru framundan og unnu nemendur í atburðabókina sína um vísuna "Bráðum koma jólin". Jólaföndur er hafið og byrjað er að skreyta stofurnar.
Fimm ára börnin unnu með stafina V og Ú á ýmsan hátt og fjögura ára börnin lásu um stafin U í Lubbi sem finnur málbein.
Framundan er svo jólaleikritið "Björt og jólasveinarnir" sem Þórdís Arnljótsdóttir fréttakona flytur fyrir nemendur.