Fréttir vikunnar 7.-11. nóvember
Hér kemur yfirlit yfir það helsta sem á dagana hefur drifið síðustu viku. Sólarhópur fór í heimilisfræði í vikunni og bjuggu nemendur til tortilla pizzur. Hóparnir fara til skiptis á þriggja vikna fresti, í seinustu viku fór stjörnuhópur og í næstu viku fer mánahópur. Mánahópur fór á skólabókasafnið í vikunni til að skoða bækur og skiptast hóparnir einnig á að fara þangað. Nú er verið að æfa vísuna "Tunglið, tunglið taktu mig" eftir Theódóru Thoroddsen við lag Stefáns S. Stefánssonar. Vísuna munu nemendur flytja fyrir alla nemendur skólans í hátíðarsalnum á "Degi íslenskrar tungu" sem verður haldinn, miðvikudaginn 16. nóvember.
Nemendur í fimm ára hópunum, mánahópur og sólarhópur lærðu bókstafinn M og rímvísuna "Mikki mús, átti hús" og teiknuðu myndir.
Nemendur í fjögura ára hópnum, stjörnuhópur vann með stafinn H í "Lubba sem finnur málbein".
Nemendur í öllum hópunum bjuggu til stafasnjókarla. Ef það fer ekki að snjóa bráðum þarf bara að gera fleiri snjókarla. Karlarnir eru þannig að hver kúla er með einum staf í nafninu þeirra og eru því mismunandi langir.
Hjá Ingu Dóru tónmenntakennara léku nemendur á ýmis hljóðfæri við lög sem þeir sungu. Hlustað var á tónlist og rætt saman um textann og teiknaðar myndir um efni hans. Það er góð leið til að efla virka hlustun og auka orðaforða með sjónrænum hætti.
Að lokum var haldið upp á afmæli eins nemandans í hópnum.