Nýliðin vika
Fréttamolar frá 4/5 ára bekk - Vikan 31.október - 4. nóvember 2016
Hvað gerðist í vikunni: Á miðvikudeginum var morgunsamveran sem stóð upp úr þessa vikuna. Sýnishorn af upptökunni er hér fyrir neðan. Svo var það hrekkjavakan á mánudaginn og hrekkjavökuleikurinn í útiverunni þar sem börnin notuðu moldina og drullumallið til að mála sig í framan og komu fram sem alls konar skrímsli. Í heimilisfræði þar sem stjörnuhópurinn réði ríkjum voru búnar til tortilla pizzur, en hóparnir fara í heimilisfræði tvisvar í viku í eina kennslustund í senn.
Mána- og sólarhópar (5 ára) lærðu bókstafinn U. Nemendur unnu verkefni þar sem dregið var til stafs á verkefnablaði auk þess að skrifa U á gólfið. Við skoðuðum hverjir áttu U í nafninu sínu o.s.frv. Nemendur í stjörnuhópi (4 ára) lásu um stafinn J í Lubba sem finnur málbein. Auk þess æfðu nemendur sig í að klappa atkvæði út frá dýraheitum og dýramyndum og flokkuðu svo myndirnar út frá fjölda atkvæða. Íþróttir hjá Fanneyju og tónmennt hjá Ingu Dóru voru á sínum stað í dagskránni ásamt leik og gleði bæði úti og inni.